︎       ︎#01
23 sannar sögur ~ Sophie Calle og Nína Óskarsdóttir

Sannar sögur eftir Sophie Calle komu fyrst út árið 1994 og hafa nokkrar útgáfur fylgt í kjölfarið. Upprunalega bókin hefur að geyma 50 örsögur ásamt jafnmörgum ljósmyndum. Úr því safni hafa verið valdar og þýddar 23 sögur sem staðið geta fyllilega sjálfstæðar og birtast hér í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar með myndverkum Nínu Óskarsdóttur.

Sophie Calle er rithöfundur, ljósmyndari, myndlistarmaður og njósnari fædd 9. október 1953 í Parísarborg. Hún er samtímalistamaður sem sækir innblástur í ólíklegustu hluti sem tengjast oftar en ekki hversdagslegum atburðum sem hún sýnir okkur í nýju samhengi  og beitir til þess ólíkum miðlum.

Nína Óskarsdóttir er myndlistarmaður sem vinnur út frá samfélags- og menningartengdum fyrirbærum sem oft hafa tengingar við þjóðarsálina, hvort sem er í staðbundnum eða víðtækari skilningi. Hún notast meðal annars við prent skúlptúr og myndbandsmiðla í listsköpun sinni og blandar þeim gjarnan saman til að búa til flóknari myndheim.