#03  
Stínusögur ~ Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Sigurður Ámundason





Sigurlín Bjarney Gísladóttir er ljóðskáld og íslenskufræðingur búsett í Reykjavík. Sigurlín Bjarney hefur sent frá sér sjö bækur með ljóðum og örsögum, nú síðast Undrarýmið árið 2019.

Sigurður Ámundason er myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands 2012. Sigurður hefur haldið fjölda sýninga meðal annars á Kjarvalsstöðum, Kling og Bang, Sequences og Hverfisgalleríi.