︎       ︎

#05
MONDO CANE ~ Jos de Gruyter og Harald Thys





Jos de Gruyter og Harald Thys eru listamannatvíeyki frá Belgíu sem starfað hafa saman síðan á 9. áratug síðustu aldar. Saman hafa þeir unnið teikningar, málverk, ljósmyndir, myndbönd og skúlptúra þar sem þeir vinna með karaktersköpun, hluti og rými.

MONDO CANE eftir þá Jos de Gruyter og Harald Thys kom upphaflega út sem bæklingur fyrir gesti samnefndrar myndlistarsýningar þeirra sem sett var upp í belgíska skálanum á Feneyjartvíæringnum 2019. Bæklingurinn er safn örsagna sem segja sögur skúlptúrverkanna á sýningunni MONDO CANE. Í Feneyjum birtist áhorfendum brúðusafn þjóðsagnakenndra persóna sem virðast við fyrstu sýn ekki eiga erindi við raunveruleika okkar tíma. Bæklingurinn birtist nú í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur.