︎       ︎

#06
Af himnum ofan ~ Óskar Árni Óskarsson





Óskar Árni Óskarsson, ljóðskáld, er fæddur í Reykjavík 1950 og eyddi bernskuárum sínum í Þingholtunum. Hann er að góðu kunnur fyrir sínar fjölmörgu ljóðabækur, smáprósa og þýðingar. Árið 2018 sendi hann frá sér úrval Reykjavíkurljóða sinna í bókinni Reykjavíkurmyndir.

Óskar Árni birtir hér nýtt safn myndljóða en hann hefur áður gefið út tvö bókverk með myndljóðum, Án orða sem var gefið út árið 1997 og Myndljóð sem kom út 20 árum síðar. Af himnum ofan er listilega kímin sýn Óskars Árna á dægurmál, öfugsnúinn hversdagsleika og vitaskuld á sjálfa Reykjavík.