þrjár hendurÞrjár hendur er smábókaforlag sem hófst sem hugarfóstur feðginanna Óskars Árna Óskarssonar og Nínu Óskarsdóttur sem stofnað var að hausti 2018. Bæði eru þau listamenn, Óskar Árni ljóðskáld og Nína myndlistarmaður, og ákváðu þau að tefla ástríðum sínum saman í gegn um bókaútgáfu þar sem þau leggja sérstaka áherslu á samtalið sem á sér stað á milli mynd- og ritlistar.Hver bók er risoprentuð í 130 tölusettum eintökum á fallegan pappír, brotnar og samansettar af ritsjórn með hjálp fjölskyldumeðlima.

Bækurnar koma út tvær í einu tvisvar á ári eru einungis seldar saman í gegn um áskrift. Til að gerast áskrifandi sendu okkur línu á thrjar.hendur@gmail.com eða í gegn um facebook með fullu nafni og heimilisfangi.

Bækur í röð Þriggja handa:

#01 - 23 sannar sögur – Sophie Calle og Nína Óskarsdóttir
#02 - Lífsgæðin– Bragi Ólafsson og Katrína Mogensen
#03 - Stínusögur - Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Sigurður Ámundason
#04 - fundin ljóð - Sigurður Örn Guðbjörnsson og Haraldur Jónsson
#05 - MONDO CANE - Jos de Gruyter og Harald Thys
#06 - Af himnum ofan - Óskar Árni Óskarsson
#07 - SERÍA FORMA - Ásta Fanney SigurðardóttirÞrjár hendur loka engum dyrum